Morgunvaktin

Stjórnmál í Bretlandi og Þýskalandi, fótbolti og bragðskyn

Kosið verður til breska þingsins eftir tvær vikur. Allt bendir til sigurs Verkamannaflokksins og Keir Starmer verði næsti forsætisráðherra Bretlands. En hver er hann og fyrir hvað stendur hann? Hjörtur J. Guðmundsson alþjóðastjórnmálafræðingur ræddi um væntanlegan nýjan húsbónda í Downingstræti tíu og auðvitað nýjustu skoðanakannanirnar sem sýna fram á sögulega útreið Íhaldsflokksins.

Þýsk stjórnmál voru á dagskrá í Berlínarspjalli með Arthuri Björgvini Bollasyni. Þýska stjórnin sleikir sárin eftir útreiðina í Evrópuþingskosningunum. Við töluðum líka um fótbolta en Evrópukeppnin hófst í Þýskalandi á föstudaginn. Við ræddum áhrif svona stórmóts á mannlífið í Þýskalandi og áhrif velgengni þýska landsliðsins á þýska þjóðarsál.

Svo var fjallað um bragð; um bragðskyn og bragðlauka. Við lékum viðtal sem við áttum hér í þættinum fyrir nokkrum árum við Ragnar Frey Ingvarsson lækni og matgæðing; lækninn í eldhúsinu, um efnið. Hvers vegna geta sumir ekki borðað kóríander? Það er meðal annars spurt því.

Tónlist:

Árný Margrét - Waiting.

Willie Nelson - Rainbow Connection.

Anna Sóley - I Just Smile.

The Beatles - Hey Jude.

Peter Fox - Schwarz zu Blau.

Jóhann Hjörleifsson, Stórsveit Reykjavíkur, Gunnar Hrafnsson, Kjartan Valdemarsson Tónlistarm., Ari Bragi Kárason - Mr. G.

Frumflutt

18. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,