Morgunvaktin

Hagvöxtur, hlerunarmál í þýska hernum og lág fæðingartíðni í Japan

Hagvöxtur mældist 4,1% á síðasta ári, en á síðustu mánuðum ársins hægðist á hagkerfinu. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, fór ítarlega yfir þessar tölur á Morgunvaktinni. Hann ræddi líka um Grindavík og um stöðu kjaraviðræðna.

Í síðustu viku birti rússneska ríkissjónvarpið upptöku af samræðum fjögurra háttsettra yfirmanna þýska hersins, þar sem þeir ræða ýmis viðkvæm mál um þátttöku Þjóðverja í stríðinu í Úkraínu. Málið hefur undið upp á sig dag hvern síðan þá, eins og Arthúr Björgvin Bollason sagði okkur nánar frá í Berlínarspjalli.

Fæðingartíðni er víða til umfjöllunar. Færri börn fæðast en áður víða í þróuðum ríkjum, en í Japan er vandinn verulega mikill, þar hafa aldrei fæðst færri börn en í fyrra. Þetta 125 milljóna manna land stendur frammi fyrir miklum vandræðum. Kristín Ingvarsdóttir, lektor í japönskum fræðum, fór yfir þessi mál við okkur í síðasta hluta þáttarins.

Why do I love you? - Garcia, Whiting.

From heaven to earth - Ólafur Jónsson Tónlistarm., Björn Thoroddsen, Stórsveit Reykjavíkur, Ólafur Jónsson, Gillis, Richard.

„Wenn das Wasser im Rhein goldner Wein wäre“ - Willy Schneider.

Frumflutt

5. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,