Morgunvaktin

Efnahagsmál, Berlínarspjall og Bifröst

ASÍ sendi á dögunum frá sér tvær skýrslur, annars vegar um vinnumarkaðinn og hins vegar hagspá. Útlitið er frekar dökkt; þrálát verðbólga, kólnun í hagkerfinu og líkur á auknu atvinnuleysi. Þau Róbert Farestveit og Steinunn Bragadóttir hagfræðingar hjá ASÍ fóru yfir ástand og horfur í efnahags- og atvinnumálum.

Staða kirkjunnar í Þýskalandi, samskipti Þýskalands og Bandaríkjanna, og gjörningur Ólafs Elíassonar í nýja þjóðarlistasafninu og plata Hildar Guðnadóttur voru umfjöllunarefni Berlínarspjalls með Arthúri Björgvini Bollasyni.

Bifröst er til sölu; fasteignirnar þar meira eða minna; þar sem skólahald á vegum samvinnuhreyfingarinnar hófst 1955. Við rifjuðum upp sögu Bifrastar, hvernig það kom til á sínum tíma skólinn var fluttur frá Reykjavík upp undir Grábrók. Reynir Ingibjartsson nam á Bifröst á sínum tíma og hefur alla tíð síðan þótt vænt um staðinn.

Tónlist:

Christopher Plummer og Julie Andrews - Something good.

Dionne Warwick - Walk on by.

Sinfóníuhljómsveit Danmerkur - Bathroom Dance.

Tómas R. Einarsson - Sæll og glaður.

Frumflutt

4. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,