Morgunvaktin

Salan á TM til Landsbankans, þungunarrof, þýskir skógar og tónleikar fyrir Grindvíkinga

Við fjölluðum um Landsbanka/TM málið með Þórði Snæ Júlíussyni, ritstjóra Heimildarinnar. Nýr kafli var skrifaður í þá sögu á dögunum þegar stjórn Bankasýslunnar blés á skýringar stjórnar Landsbankans um kaupin á TM. Við ræddum einnig um Donald Trump forsetaframbjóðanda og peningavandræði hans.

Arthúr Björgvin Bollason var með okkur eftir Morgunfréttirnar klukkan átta. Berlínarspjall á sínum stað og þessu sinni var Arthur hjá okkur í hljóðstofu. Þungunarrof og þýski herinn var á dagskrá rabbs okkar og undir lokin gengum við um þýska skóga.

Í síðasta hluta þáttarins kom Gísli Helgason tónlistarmaður til okkar. Á laugardaginn efnir hann til tónleika í Salnum í Kópavogi fyrir Grindvíkinga. Á efnisskránni eru Eyjalögin dásamlegu og brot úr Eyjapistlunum sem Gísli og fleiri héldu úti hér í Útvarpinu meðan á gosinu í Heimaey stóð fyrir 51 ári.

Liebesfreud - Bell, Joshua.

Blues before sunrise - Charles, Ray.

Medley of Armstrong hits - Armstrong, Louis and his Orchestra.

Hoch auf dem gelben Wagen Walter Scheel

Dagur - Gísli Helgason.

Frumflutt

16. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,