Morgunvaktin

Heimsglugginn, íslenska sem annað mál og mögulegt réttarhneyksli

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Danski forsætisráðherrann upplýsti í gær langdrægum eldflaugum verði bæt í vopnabúr hersins. Einnig var fjallað um heimsókn Trumps til Bretlands og stöðu Starmes forsætisráðherra sem er veik.

Íslensk stjórnvöld leggja mun minna til tungumálakennslu fyrir innflytjendur en önnur ríki á Norðurlöndunum, og innflytjendur hér kunna minna í tungumáli nýja landsins. Samfélagið er lykillinn því breyta þessu, segja kennarar. Erla Guðrún Gísladóttir formaður Ísbrúar, félags kennara sem kenna íslensku sem annað tungumál, og Renata Emilsson Peskova, dósent á menntavísindasviði HÍ, ræddu um stöðu íslenskunnar sem annars máls.

Vera Illugadóttir sagði okkur frá vendingum í máli bresks hjúkrunarfræðings, sem fyrir tveimur árum hlaut margfaldan lífstíðarfangelsisdóm fyrir myrða sjö nýfædda fyrirbura og reyna myrða sjö aðra í starfi sínu á sjúkrahúsi í Chester á Englandi. Síðan hafa fjölmargir sérfræðingar stigið fram og gagnrýnt flestallt í máli ákæruvaldsins og segja sumir mál hennar gæti orðið einn mesti skandall breskrar réttarsögu.

Tónlist:

Sigurður Ólafsson, Tríó Jan Morávek - Síldarvalsinn.

Kari Bremnes - Skrik.

Nora Brockstedt - Svo ung og blíð.

Manu Dibango - Carnaval.

Frumflutt

18. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,