Morgunvaktin

Hvað má og má ekki í stríði?

Árás á spítala á Gaza fyrr í vikunni vakti upp gríðarlega reiði og hefur verið fordæmd sérstaklega. Ástæðan er ekki síst það ekki sprengja upp sjúkrahús - ekki heldur í stríði. Í stríði gilda nefnilega reglur. Hvað og hvað ekki? Og hvenær er stríð stríð? Við fórum yfir það með Kára Hólmari Ragnarssyni, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands.

Það getur verið erfitt fyrir sálina fylgjast með hörmungum heimsins, hvort sem er vegna frétta hér heima eða úti í heimi. Hvernig er best fyrir okkur takast á við þetta? Þóra Sigfríður Einarsdóttir sálfræðingur ræddi þetta við okkur.

Við fórum yfir í allt önnur mál í síðasta hluta þáttarins. Þá töluðum við um bækur. Við rýndum í jólabækurnar og greinum jólabókaflóðið sem er á næsta leiti með þeim Önnu Leu Friðriksdóttur bókaútgefanda hjá Sölku og Kolbrúnu Ósk Skaftadóttur bókastjóra hjá Bókabeitunni.

Umsjón: Eyrún Magnúsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir

Tónlist:

Miller, Glenn and his Orchestra, Eberle, Ray - It's a blue world.

Sálgæslan Hljómsveit - Út í myrkrið.

Tolentino, Ife - Distante Canção.

Svavar Knútur Kristinsson, Kristjana Stefánsdóttir - Þín hvíta mynd.

Haden, Charlie, Jarrett, Keith - Don't ever leave me.

Frumflutt

20. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,