Morgunvaktin

Íbúðahverfi rís á Kringlureit, kosningar í Hollandi og atkvæðamisvægi

420 íbúða hverfi mun rísa á Kringlureitnum svonefnda. Fasteignafélagið Reitir stendur framkvæmdinni. Rífa þarf bygginguna sem hýsti ritstjórn Morgunblaðsins á sínum tíma en prentsmiðjuhúsið mun standa og verður menningar- og samkomuhús. Guðni Aðalsteinsson og Birgir Þór Birgisson hjá Reitum sögðu frá áformunum.

Nýafstaðnar kosningar og stjórnarmyndun í Hollandi var helsta umfjöllunarefni Björns Malmquist fréttamanns í Brussel. Hann sagði einnig frá fjárlagagerð Evrópusambandsins og fór lauslega yfir stjórnmálaástandið í Frakklandi.

Dómsmálaráðherra áformar draga úr atkvæðamisvægi og hefur skipað nefnd sem ætlað er semja frumvarpsdrög þar um. Ráðherra segir um mannréttindamál ræða. Ragnheiður E. Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans á Akureyri, benti nýverið á í grein á vef H.A. samkvæmt sáttmálum og dómum atvkæðamisvægi ekki mannréttindabrot, pólitísk sjónarmið geti hins vegar ráðið hvernig atkvæðavægi háttað.

Tónlist:

Medley - Pat Metheny,

Hún hring minn ber - Vilhjálmur Vilhjálmsson og hljómsv. Magnúsar Ingimarssonar.

Are you going with me? - Pat Metheny Group.

Frumflutt

3. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,