• 00:37:09Gasa - Erlingur Erlingsson
  • 01:00:02Hvolsvöllur - Ísólfur Gylfi Pálmason
  • 01:21:28Tengdamömmur - Eiríkur Valdimarsson

Morgunvaktin

Gasaborg umkringd, Hvolsvöllur og tengdamömmur

Fjórar vikur verða liðnar á morgun frá mannskæðum árásum Hamas á Ísrael. Ísraelsmenn lýstu yfir stríði og hafa gert enn mannskæðari árásir á Gasa. berast fréttir af því þeir hafi umkringt Gasaborg. Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur ræddi við okkur um stöðuna.

Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur og verkefnastjóri hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Ströndum - Þjóðfræðistofu sagði okkur frá rannsóknum sínum um tengdamömmur sem menningarfyrirbæri, en hann hefur rýnt í orðræðu um tengdamömmur og rýnt í það af hverju ímynd þeirra hefur oft á sér neikvæðan blæ.

Á sunnudaginn verður haldið upp á 90 ára afmæli Hvolsvallar, sem er tiltölulega ungt þéttbýli og sérstakt því leyti þar var hvorki byggt upp við sjó árfarveg. Ísólfur Gylfi Pálmason er fyrrverandi sveitarstjóri og kemur hátíðahöldum helgarinnar ? hann fór yfir söguna með okkur.

Umsjón: Eyrún Magnúsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Kingston Trio, The - Tom Dooley.

Egill Ólafsson, Hernández, Lizzy - ¿Estoy aquí? (am I here?).

Lester Young - Teddy Wilson Quartet - All of me.

Hljómar - Fyrsti kossinn.

Frumflutt

3. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,