Morgunvaktin

Fjármálaráðherra, vor og vímugjafar í Berlín og dagur harmonikkunnar

Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra er nýkominn af vorfundum Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington. Áskoranir í alþjóðahagkerfinu og á fjármálamörkuðum voru ræddar. Við fórum yfir stöðuna með Daða Má.

Þjóðverjar halda upp á dag bjórsins, og hafa gert það frá því á sextándu öld. Þó sýna nýjustu kannanir bjórdrykkja landsmanna hefur minnkað til muna á síðustu árum. Arthur Björgvin Bollason sagði okkur frá bjórnum, fleiri vímugjöfum og ekki síst vorinu í Þýskalandi í Berlínarspjalli.

Svo ræddum við um harmonikkudaginn, sem haldinn verður í Hofi á Akureyri á sunnudag. Hrund Hlöðversdóttir, Agnes Harpa Jósavinsdóttir og Einar Guðmundsson voru í hljóðstofu á Akureyri.

Tónlist:

Kinks - The village green preservation society.

Diddi og Reynir - Skottish.

Diddi og Reynir - Kata [Kötukvæði].

Frumflutt

29. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,