Morgunvaktin

Snjór, dönsk málefni og þjófnaðir úr Louvre

Við ætlum fjalla um snjókomuna í gær - eða öllu heldur það sem hún hafði í för með sér. Margt fór úr skorðum; umferðin og ýmis konar þjónusta. Hingað kom Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, hún sagði okkur hvernig brugðist var við aðstæðum á þeim bæ.

Borgþór Arngrímsson var með okkur eftir svolítið hlé. Hann sagði okkur tíðindi frá Danmörku; meðal annars fjárlagafrumvarpi næsta árs, sveitarstjórnarkosningunum eftir þrjár vikur og nýjungum í dönskum landbúnaði.

Svo var það gersemaþjófnaðurinn í Louvre um daginn. Vera Illugadóttir fylgist með tíðindum frá París og greindi frá því sem vitað er, og rifjaði upp fyrri þjófnaði úr þessu þekktasta lista- og dýrgripasafni heims.

Tónlist:

Dusty Springfield - You don't have to say you love me.

Rockin' Dopsie - I'm coming home.

Kim Larsen - Jutlandia.

Lorde - The Louvre.

Frumflutt

29. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,