Morgunvaktin

Málefni barna og samfélagsins, Evrópumál og saga kommúnista á Íslandi

Við fjölluðum áfram um samfélagið sem við eigum með okkur hér í landinu, í framhaldi af spjalli okkar við . Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, ræddi við okkur hvernig samfélagið blasir við henni,

Við fengum fréttir frá Evrópu þegar Björn Malmquist fréttamaður í Brussel var með okkur eftir morgunfréttir klukkan átta. Meðal þess sem Björn fór yfir með okkur eru deilur Norðmanna við Evrópusambandið um orkumál, óveður sem gengið hefur yfir hluta Evrópu síðustu daga og skýrsla um samkeppnishæfni álfunnar.

Út er komin saga kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar sem starfaði hér í hálfa öld, frá 1918 til 1968. blakta rauðir fánar, nefnist hún. Þetta er átakasaga, þeir rauðu tókust á við valdið og pólitíska andstæðinga en ekki voru síður átök innan raða hreyfingarinnar. Skafti Ingimarsson sagfræðingur er höfundur verksins, hann sagði frá.

Tónlist:

Kór Langholtskirkju - Ó, blessuð vertu sumarsól.

Kór Langholtskirkju - Krummi krunkar úti.

Ekdahl, Lisa - jakt efter solen.

Ríó tríó - Eina nótt.

Frumflutt

16. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,