Morgunvaktin

Alþjóðamál, sveitarstjórnir og sannleiksgildi fornsagna

Í Heimsglugganum var einkum fjallað um stöðu Úkraínu þegar nýr valdhafi er tekinn við í Bandaríkjunum. Með Boga Ágústssyni var Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og fyrrverandi sendiherra í Moskvu og Washington.

Oddvitar fimm flokka í borgarstjórn Reykjavíkur eiga í viðræðum um myndun nýs meirihluta. Af því tilefni var rifjað upp ekki er skylt mynda meirihluta í sveitarstjórnum. Í kórónuveirufaraldrinum voru blokkir lagðar til hliðar í bæjarstjórn Akureyrar og allir bæjarfulltrúar unnu saman. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, sagði frá reynslunni sem var um flest góð.

Eigum við trúa fornsögunum bókstaflega? Þeirri spurningu hefur oft verið velt upp og á aðalfundi Vina Árnastofnunar síðdegis flytur Guðni Th. Jóhannesson, prófessor í sagnfræði við HÍ, þanka um það og fleira. Guðni rabbaði um sannleiksgildi og fleira.

Tónlist

Zwölf Gedichte op. 35 : Erstes Grün - Kristinn Sigmundsson,

Sumarlandið - Jón Jónsson og KK,

Álfheimur - hér sofa álfar - Skálmöld.

Frumflutt

13. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,