Morgunvaktin

Vorverkin í garðinum, siðareglur ráðherra og vefsvæðið island.is

Á dögunum kom út handbók um siðareglur ráðherra. Í henni eru siðareglurnar tíundaðar; þær eru útskýrðar og dæmi tekin um góða siði og ósiði. Handbókin er í raun leiðarvísir fyrir ráðherra um umgengi um valdið. Páll Rafnar Þorsteinsson heimspekingur útbjó handbókina; hans helstu svið í heimspekinni eru sanngirni, siðvit og réttlæti; allt þetta hlýtur góður ráðherra hafa leiðarljósi í störfum. Páll Rafnar var hjá okkur og fræddi hlustendur um siðareglur ráðherra.

Stafræn stjórnsýsla er í hraðri þróun. Hvort sem ætlunin er sækja um nýtt ökuskírteini, bjóða sig fram til forseta eða safna undirskriftum þá er vettvangurinn sami, vefsvæðið Ísland.is. Birna Íris Jónsdóttir framkvæmdastjóri Stafræns Íslands kom til okkar loknum morgunfréttum klukkan átta og sagði frá þessari stafrænu miðstöð hins opinbera sem verður sífellt stærri hluti af okkar tilveru.

Vorið er á næsta leiti og það er tímabært huga plöntunum og garðverkunum. Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur var með okkur í síðasta hluta þáttarins og við fórum yfir það sem þarf gera í garðinum þegar glittir í vorið, í það minnsta sums staðar á landinu.

Fast car - Chapman, Tracy.

Alf is coming to town - Scofield, John.

You can call me Al - Simon, Paul.

Frumflutt

12. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,