• 00:28:29Frönsk stjórnmál - Torfi Tulinius
  • 00:51:21Kjarvalshvammur - Björg Björnsdóttir
  • 01:11:44Revíur - Una Margrét Jónsdóttir

Morgunvaktin

Krísa í Frakklandi, Kjarvalshvammur og revíur

Óttast er stjórnarkreppa framundan á í Frakklandi, eftir forsætisráðherrann Francois Bayrou ákvað láta franska þingið greiða atkvæði um traust á honum og stjórn hans. Ástæðan er mjög umdeilt fjárlagafrumvarp. Bayrou hefur setið í embætti í innan við ár. Torfi Tulinius kom á Morgunvaktina og ræddi um stöðu mála, aðdragandann og framhaldið.

Á níunda tímanum fjölluðum við um menningu og listir. Fyrst var farið austur á land en Jóhannes Kjarval málaði margar af sínum dásamlegu landslagsmyndum í landi Ketilsstaða í Hjaltastaðaþinghá. Tilviljun réði hann kom þangað fyrst. Björg Björnsdóttir safnstjóri Minjasafns Austurlands rifjaði þá sögu upp.

Og uppúr hálf níu flettum við nýútkominni bók; Silfuröld revíunnar, með höfundinum Unu Margréti Jónsdóttur. Hún valdi líka nokkur lög.

Tónlist:

Serge Gainsbourg - La chanson de Prévert.

Soffía Karlsdóttir - Það er draumur vera með dáta.

Jón Sigurðsson og Ragnar Bjarnason - Úti í Hamborg.

Ómar Ragnarsson, Hljómsveit Svavars Gests - Við heimtum aukavinnu.

Flosi Ólafsson, Pops - Það er svo geggjað.

Frumflutt

28. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,