Morgunvaktin

Stóuspeki, gervigreind og alþjóðleg efnahagsmál

Endurleikin voru tvö viðtöl frá því fyrr á árinu, annað við Svavar Hrafn Svavarsson, prófessor í heimspeki, um stóuspeki og hitt við Jörgen Pind, prófessor emeritus, um gervigreind. Þá kom Ásgeir Brynjar Torfason, ritstjóri Vísbendingar í þáttinn og fór yfir stöðu efnahagsmála í heiminum við árslok.

Enn fremur var rifjuð upp umfjöllun frá í maí þegar 50 ár voru liðin frá fundi Nixons Bandaríkjaforseta og Pompidou Frakklandsforseta á Kjarvalsstöðum. M.a. var leikið viðtal við Brynhildi Jóhannsdóttur sem lánaði Pompidou hús sitt og eiginmanns síns Alberts Guðmundssonar við Laufásveg.

As time goes by - Barbra Streisand,

L'amoureuse - Carla Bruni,

Michelle - Bítlarnir.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Eyrún Magnúsdóttir.

Frumflutt

27. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,