Morgunvaktin

Forsetakosningar, riða og kennaranám

Það styttist í forsetakosningarnar, og alltaf meira eftir því sem dagarnir líða. Forsetaefnin hafa nítján daga til sannfæra okkur um kjósa sig. Margir virðast reyndar þegar ráðnir - ef marka yfirlýsingar á samfélagsmiðlum og blaðagreinar - en aðrir eiga eftir gera upp við sig hvar krossinn eða X-ið lendir. Við ræddum um forsetaembættið í dag; um valdsvið og áhrifamátt. og um hugtök á borð við sameiningartákn og öryggisventil. Guðmundur Hálfdanarson prófessor spjallaði við okkur.

Og svo er það riðan. Matvælaráðherra ætlar skera upp herör gegn henni. Og kominn tími til, kann einhver segja. Fyrir liggja drög landsáætlun um riðuveikilaust Ísland. Skapar hún aðstæður til létta jafnt og þétt íþyngjandi höftum sem hvílt hafa á sauðfjárbændum í um 80 ár, segir í kynningu. Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi og formaður Bændasamtakanna, sagði frá þeim aðgerðum sem grípa á til.

Nýútskrifuðum kennurum hefur fjölgað verulega hér á landi síðustu ár, allt frá því ráðist var í átaksverkefni um nýliðun þeirra árið 2019. Átaksverkefnið var til fimm ára og því lýkur því í vor. Og hvað gerist þá? Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands, kom til okkar og ræddi þessi mál.

Tónlist:

Ingibjörg Smith - Við gengum tvö.

Kári Egilsson - Hringhenda.

Armstrong, Louis, Fitzgerald, Ella, Hljómsveit - It ain't necessarily so.

Frumflutt

13. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,