Bogi Ágústsson ræddi við dr. Sigurð Emil Pálsson, sérfræðing í netöryggi og fjölþáttaógnum, í Heimsglugganum í dag. Sigurður Emil starfar á vegum utanríkisráðuneytisins hjá Öndvegissetri NATO í Eistlandi. Þeir rættu öryggismál, netöryggi og Öndvegissetrið, ógnina af Rússum og ýmislegt fleira. Bogi minntist Henry Kissinger í upphafi, en hann er látinn 100 ára að aldri. Kissinger var áhrifamaður í alþjóðamálum á seinni hluta síðustu aldar.
Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands, kom til okkar með ráðlagðan dagskammt af mjólkurvörum og plöntumjólk.
Í síðasta hluta þáttarins var rætt um Mozart og sálumessu hans, sem og tónleika sem haldnir verða á dánarstundu hans, þann 5. desember eftir miðnætti. Það er Óperukórinn sem heldur þessa tónleika, og það er gert í minningu Garðars Cortes, en tónleikarnir eru hans hugarfóstur. Aron Axel Cortes mun stjórna einsöngvurum, kór og hljómsveit og Soffía Smith verður í kórnum en þau komu bæði á Morgunvaktina.
Tónlist:
Beneke, Tex, Miller, Glenn and his Orchestra - The lady's in love with you.
Karl orgeltríó, Rebekka Blöndal - Því ég sakna þín.
Óperukórinn - Sálumessa Mozarts
Trio Con Fuse, Garðar Cortes - Undir stórasteini.
Sund, Robert, Garðar Cortes - It might as well be spring.