Kosningar í Bandaríkjunum, Berlínarspjall og bólusetningar
Kosið verður í Bandaríkjunum eftir tvær vikur. Sé tekið mið af skoðanakönnunum stefnir í afskaplega spennandi kosningar. Kamala Harris hefur slegið met í fjáröflun, milljarður bandaríkjadala safnaðist til hennar á þremur mánuðum á meðan Donald Trump hefur úr töluvert minni fjármunum að moða. Peningarnir í baráttunni og það hvernig þeir nýtast verður meðal umræðuefna þegar Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ræddi þetta.
Bandaríkin komu líka við sögu í Berlínarspjalli dagsins, en Joe Biden Bandaríkjaforseti fór í sína fyrstu og einu heimsókn þangað á dögunum. Arthur Björgvin Bollason sagði frá samskiptum Bidens og Olavs Scholz kanslara. Hann sagði okkur líka frá miklum hátíðahöldum í Berlín í gær þegar 25 ára afmæli norrænu sendiráðanna þar í borg var fagnað.
Haustpestirnar eru farnar að láta á sér kræla og farið er að bjóða upp á bólusetningar við inflúensu og Covid 19. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var síðasti gestur þáttarins og spjallaði við okkur um stöðu mála í heilsugæslunni.
Tónlist:
Laufey - Goddess (Lyrics!) (bonus track wav).
Redman, Joshua, Cavassa, Gabrielle - Where Are You?.
Helga Bryndís Magnúsdóttir, Bjarni Thor Kristinsson - 17 Í dag er ég ríkur.
Waits, Tom - I hope that I don't fall in love with you.
Frumflutt
22. okt. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.