Morgunvaktin

Hrunamannahreppur, táknfræði krossins og hitaveitan

Við slógum á þráðinn til Aldísar Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra. Íbúum Hrunamannahrepps hefur fjölgað talsvert á árinu - svo nemur tæpum sex prósentum - og allt stefnir í Hrunamenn fylli þúsundið áður en langt um líður. Aldís sagði okkur frá fólksfjölguninni og lífinu og tilverunni á Flúðum og í sveitunum í kring.

Nokkuð hefur verið fjallað um krossinn og trú síðustu daga - eða frá því í ljós kom krossinn hefði verið felldur úr merki Kirkjugarða Reykjavíkur. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á mörgum enda krossinn samofinn kristnum trúarsiðum. En hvað táknar krossinn og hvernig hefur hann verið notaður í gegnum árin og aldirnar? Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskólans, útskýrði það.

Ástæðan er lagning nýrrar flutningsæðar fyrir heita vatnið. Eftirspurnin eftir heitu vatni til húshitunar eykst stöðugt og þetta er hluti af uppbyggingu í hitaveitunni sem er okkur svo mikilvæg. Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, kom til okkar og fór yfir þessa framkvæmd og sitthvað fleira.

Tónlist:

The Beatles - If I fell.

The Beatles - I'm happy just to dance with you.

The Beatles - And I love her.

The Beatles - Things we said today.

The Beatles - I should have known better.

The Beatles - A hard day's night.

Frumflutt

19. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,