Morgunvaktin

Öld frá fæðingu Mariu Callas

Snemma í þættinum var fluttur fyrsti hluti stuttþáttaraðar Árna Snævarr, upplýsingafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, um Mannréttindayfirlýsingu í tilefni þess 75 ár eru liðin frá samþykkt hennar. Árni ræddi stuttlega við Val Ingimundarson prófessor, Kára Hólmar Ragnarsson lektor og Rósu Magnúsdóttur prófessor.

Í spjalli um efnahag og samfélag fjallaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, m.a. um fyrirfram greiddan arf en mikið hefur verið um slíkt undanförnu sem sést best á auknum tekjum ríkissjóðs af erfðafjárskatti. Einnig var rætt um aukin framlög ríkisins til sveitarfélaga vegna málaflokks fatlaðs fólks og Kauphallarskráningu Ísfélagsins.

Arthúr Björgvin Bollason sagði tíðindi frá Þýskalandi. Tillögur um gangsetja nýju kjarnorkuver í Þýskalandi eru efst á baugi í stjórnmálunum enda umdeildar mjög. Úlfar og almenningssamgöngukerfið í Berlín voru einnig til umræðu.

Öld var á laugardag frá fæðingu Mariu Callas sem var fremsta sópransöngkona heims á sinni tíð. Ævi hennar var erfið og einkenndist af miklum átökum. Magnús Lyngdal Magnússon, óperuunnandi og tónlistargagnrýndandi Morgunblaðsins, sagði frá Callas.

Tónlist:

In the mood - Glenn Miller,

Buttons and bows - Dinah Shore,

Einnig voru leikin brot úr upptökum með Mariu Callas syngja verk eftir Bellini, Verdi og Puccini.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Frumflutt

5. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,