Morgunvaktin

Venus og Veiga Grétarsdóttir

Stofnun í Suður-Kóreskum fræðum hefur verið komið á fót í Háskóla Íslands. Hér er ríkur áhugi á Suður-Kóreu, tungumálinu og menningunni sögn Geirs Sigurðssonar prófessors. Það er ekki síst ungt fólk sem hefur áhuga og er hann öllum líkindum tilkominn vegna vinsælda popptónlistar og sjónvarpsefnis frá landinu.

Himneskt stefnumót Venusar og Mánans í gærmorgun vakti athygli margra. Sævar Helgi Bragason sagði stuttlega frá Venusi.

Afkoma flugfélaga og samkeppni þeirra um flugmenn og flugvélar voru m.a. til umfjöllunar í ferðaspjalli með Kristjáni Sigurjónssyni, ritstjóra Túrista.

Myndir af lúsétnum laxi í kvíum í Tálknafirði hafa vakið óhug. Veiga Grétarsdóttir, kæjakræðari og náttúruunnandi, sem tók myndirnar sagði frá þeim og spjallaði vítt og breytt um afstöðu sína til laxeldis í opnum sjókvíum og íslenska náttúru.

Tónlist:

Hugsa til þín - Mugison,

Silfurofinn - Hekla Magnúsdóttir,

Shavi shashvi - Hamlet Gonashvili,

Heimförin - Ásgeir Trausti og Sinfó,

Maggie May - Rod Stewart.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Eyrún Magnúsdóttir.

Frumflutt

10. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,