Morgunvaktin

Úkraína, Grindavík og samgöngusáttmáli

Zelensky Úkraínuforseti heldur í Hvíta húsið í dag til fundar við Trump Bandaríkjaforseta, í kjölfar fundar þess síðarnefnda með Pútín Rússlandsforseta. Evrópuleiðtogar og framkvæmdastjóri NATO verða með í för. Rætt var við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fyrrverandi utanríksiráðherra og sérstakan erindreka Evrópuráðsins í málefnum úkraínskra barna.

Staða mála í Grindavík var til umfjöllunar. Uppbygging ætti geta farið hefjast þar mati Ásrúnar Helgu Kristinsdóttur, forseta bæjarstjórnar Grindavíkur.

Í gær voru gerðar töluverðar breytingar á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Ýmsar strætóleiðir ganga örar en áður og hægt er taka strætó lengur fram á kvöld, til dæmis. Þetta er hluti af samgöngusáttmálanum og undirbúningur fyrir Borgarlínu. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, kom í þáttinn.

Tónlist:

Franklin, Aretha - Today I sing the blues.

KK, Jón Jónsson Tónlistarm. - Sumarlandið.

Tómas R. Einarsson - Lag 2 [Án titils].

Bergþór Pálsson - Óviðjafnanlega Reykjavík - 18. ágúst.

Frumflutt

18. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,