Í byrjun þáttar var stuttlega fjallað um Dolly Parton sem er áttræð í dag og leikin nokkur lög með henni.
Anna Björg Jónsdóttir, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum, var fyrsti gestur. Hún segir of margt eldra fólk drekka of mikið. Afleiðingar þess séu slæmar. Hún hvetur fólk til að draga úr drykkju. Áfengisneysla er eitt helsta umfjöllunarefnið á Læknadögum sem hefjast í dag.
Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, fór yfir nýjustu tíðindi í samskiptum Evrópuþjóða og Bandaríkjanna. Hann ræddi einnig við Snærós Sindradóttur um stjórnmál í Ungverjalandi en þar veruður kosið á vordögum.
Færeyska landsliðið hefur staðið sig vel á EM í handbolta. 6.000 Færeyingar fylgdust með liðinu leggja Svartfjallaland að velli í gær. Uni Arge blaðamaður sagði frá stemningunni og uppgangi íþrótta í Færeyjum sem vakið hefur heimsathygli.
Tónlist:
In the good old days (when times were bad) - Dolly Parton,
I will always love you - Dolly Parton,
Light of a clear blue morning - Dolly Parton,
You can't make old friends - Dolly Parton og Kenny Rogers,
Morgindagar - Uni Arge,
Býarmynd - Uni Arge,
Here you come again - Dolly Parton.