Morgunvaktin

Þróunaraðstoð, Evrópumál og lífið í Manila

Bandaríkin eru langstærsti veitandi þróunaraðstoðar í heiminum, eða voru það minnsta kosti þar til fyrir nokkrum dögum síðan, þegar tilkynnt var framlög yrðu fryst í 90 daga á meðan farið væri yfir það hvernig einstaka framlög samræmdust stefnu stjórnvalda. Ákvörðunin er þegar farin hafa veruleg áhrif í mörgum heimshlutum. Stefán Jón Hafstein þekkir þessi mál vel í gegnum störf sín hjá þróunarsamvinnustofnun, utanríkisráðuneytinu og matvælastofnunum Sameinuðu þjóðanna, og hann ræddi þessi mál.

Björn Malmquist var á sínum stað frá Brussel. Þar er hefjast óformlegur leiðtogafundur Evrópusambandsins - þar sem líklegt er rætt verði um tollastríð Trumps - búist er við því Evrópusambandsríkin verði næsta skotmark þess. Björn ræddi líka um norsk stjórnmál og sambandið við Evrópusambandið við norsku blaðakonuna Bibiönu Piene.

Í síðasta hluta þáttarins fórum við til Filippseyja. Við fengum fyrsta pistilinn frá Sigyn Blöndal sem er búsett í Manila, höfuðborg Filippseyja, og í dag fengum við kynnast lífinu og tilverunni þar í landi. Meðal þess sem kom við sögu var umferðin, heimsmet og jól, sagan og karókí.

Tónlist:

Víkingur Heiðar Ólafsson - Variatio 17.

Júníus Meyvant - Rise up.

Marcelito Pomoy - The prayer.

Frumflutt

3. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,