Morgunvaktin

Fylgst með eldgosinu og rætt um loftrýmisgæslu, íþróttastarf og Hannes Hafstein

Fylgst var með eldgosinu sem hófst á Reykjanesskaga rétt upp úr klukkan sex í morgun og greint frá nýjustu upplýsingum. Ítarlega var fjallað um gosið í fréttatímum.

Í Heimsglugganum fjallaði Bogi Ágústsson m.a. um loftrýmiseftirlit Norðmanna við Ísland þessar vikurnar. Stjórnmál á Norður-Írlandi voru einnig til umfjöllunar.

Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, sagði frá breytingum á starfsemi félagsins og Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, stofnandi Hannesarholt talaði um Hannes Hafstein.

Tónlist:

Liebestraum - Igor Levit,

Spettur - Karlakór Eyjafjarðar,

Kvæðið um litlu hjónin - Tríó Guðmundar Steingrímssonar.

Frumflutt

8. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,