Morgunvaktin

Um mikilvægi þess að almenningur treysti stjórnmálamönnum

Fjórar vikur eru til kosninga. Af því tilefni var fjallað um traust til Alþingis og stjórnmálanna almennt. Það mældist 27% í könnun Gallup í febrúar en var yfir 40% fyrir Hrun. Sigurður Kristinsson, heimspekingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, ræddi um mikilvægi trausts og ástæður þess traustið er ekki meira en raun ber vitni. Eins sagði Sigurður frá aðgerðum sem hrint hefur verið í framkvæmd til auka - eða reyna auka - traust.

Gæði nýrra íbúðahverfa hafa verið metin með nýjum aðferðum. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsfræðingur og aðjúnkt við HÍ, sagði frá aðferðafræðinni og helstu niðurstöðum.

Í spjalli um sígilda tónlist fjallaði Magnús Lyngdal um sellóleikarann Yo Yo Ma og lék brot úr fallegum verkum sem hann hefur hljóðritað.

Tónlist:

Ungverskur dans - Berlínarfílharmónían,

King of the road - Roger Miller.

Frumflutt

1. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,