Morgunvaktin

Kjaraviðræður hjá hinu opinbera, Evrópumál og stytting framhaldsskóla

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kom á Morgunvaktina og ræddi um kröfugerð BSRB í komandi kjarasamningsviðræðum. Samningar á opinberum vinnumarkaði losna í lok mánaðarins. Hún talaði líka um endurmat á virði kvennastarfa og nauðsyn þess brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólavistar.

Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, ræddi um komandi kosningar í Portúgal og um þýðu í samskiptum Póllands við Evrópusambandið.

Kolfinna Jóhannesdóttir, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, ræddi svo um styttingu framhaldsskólanna, sem hefur verið töluvert í umræðunni undanförnu.

Umsjón: Eyrún Magnúsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Simone, Nina - Why must your love well be so dry.

Simone, Nina - I Wish I Knew (How It Would Feel To Be Free).

Bruni, Carla - Quelqu'un m'a dit

Abba - Waterloo.

Frumflutt

4. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,