Morgunvaktin

Ísrael og Palestína, Evrópuþingskosningarnar og kosningabarátta fyrri ára

Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði á föstudaginn Ísraelar skyldu hætta árásum á Rafah sem talist geta til þjóðarmorðs. Þá hefur alþjóðasakamáladómstóllinn farið fram á handtökuskipanir á hendur ráðamönnum bæði Ísraels og Hamas. Engu síður halda árásir áfram. Við ræddum stöðu mála í Ísrael og Palestínu við Erling Erlingsson hernaðarsagnfræðing í Bretlandi.

Kosningar til Evrópuþingsins hefjast eftir viku - þar er kosið um 720 þingsæti og yfir fjögur hundrað milljónir manna eru á kjörskránni. Björn Malmquist fréttamaður í Brussel og Dóra Sif Tynes lögmaður ræddu um kosningarnar.

Í síðasta hluta þáttarins lékum við brot úr þáttaröðinni “Í þjónustu þjóðar” sem var á dagskrá Rásar 1 í aðdraganda forsetakosninganna 2016 - þegar við síðast kusum nýjan forseta. Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður ræddi þá við Björn Þór og þau skoðuðu skjöl sem tengjast forsetakosningum fyrri ára.

Frumflutt

27. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,