Morgunvaktin

Efnahagshorfur, Berlínarspjall og reynslan frá Vestmannaeyjum

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar fjallaði m.a. um efnahagshorfur næsta árs en Hagstofan hefur gefið út nýja þjóðhagsspá; útlit er fyrir minni hagvöxt. Fjáraukalög ársins eru komin fram og þar standa stóraukin vaxtagjöld upp úr. Við fórum yfir þetta og fleira með Þórði.

Stjórnmál og mannlíf voru á efnisskrá Berlínarspjallsins í dag. Arthúr Björgvin Bollason kom til okkar.

Við töluðum við Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, um vatnsleiðsluna til bæjarins sem skemmdist á dögunum. Þetta er alvarlegt mál enda rennur um hana allt neysluvatn Eyjamanna og auki vatn til húshitunar.

Við töluðum líka um það sem vel var gert og það sem betur mátti fara þegar rýma þurfti Vestmannaeyjar í gosinu fyrir 50 árum. Reynslan er til læra af henni.

Tónlist:

Mitchell, Joni - Both sides now.

Magnús Eiríksson, Kristján Kristjánsson Tónlistarm. - Ómissandi fólk.

Frumflutt

21. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,