Morgunvaktin

Arfgeng heilablæðing, sláturgerð og óumdeildar hljóðritanir

Út er komin bók sem nefnist Sjávarföll, ættarsaga. Í henni segir höfundurinn, Emil B. Karlsson, frá fimm kynslóðum Krossættarinnar, svokölluðu; fólki sem bjó á Breiðafjarðareyjum og á sunnanverðum Vestfjörðum; og ættarkvillanum slagaveiki. Kvillinn kom fram snemma á síðustu öld og felldi á þriðja tug fólks í sömu stórfjölskyldu, og allt var það í blóma lífsins. Emil, sem er af Krossættinni, kom til okkar ásamt Ástríði Pálsdóttur sameindalíffræðingi sem hefur rannsakað kvillann og ástæður þess hann kom fram. Niðurstöðurnar kunna koma hlustendum á óvart.

Í spjalli um sígilda tónlist fjallaði Magnús Lyngdal um nokkrar hljóðritanir sem allir - við fullyrðum það bara allir - sem vit hafa á, sem sagt eru sammála um séu fullkomnar, eða allt því. Magnús Lyngdal sagði okkur frá.

Nanna Rögnvaldardóttir matarsögugrúskari kom líka í þáttinn og spjallaði við okkur um sláturgerð. Slátur hefur borið hér á góma síðustu daga; bæði áhyggjur sem viðraðar voru 1944 um sláturgerð væri á undanhaldi og eins fréttir af hundrað manns í hópsláturgerð á Blönduósi um síðustu helgi.

Tónlist:

Kammerkór Suðurlands, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir - Sumarmorgunn á Heimaey.

Dissing, Povl, Andersen, Benny - Svantes lykkelige dag.

Frumflutt

25. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,