Eiginhandaráritanir Pele, Maradona og Michael Jackson boðnar upp hjá Fold
Þrír nýkjörnir alþingismenn voru gestir þáttarins, þau Nanna Margrét Sigmundsdóttir Miðflokknum, Halla Hrund Logadóttir Framsóknarflokki og Ingvar Þóroddsson Viðreisn. Þau sögðu svolítið frá sjálfum sér og töluðu um kosningabaráttuna og stjórnmálin fram undan.
Í Berlínarspjalli sagði Arthur Björgvin Bollason m.a. frá viðtökum sjálfsævisögu Angelu Merkel í Þýskalandi. Textinn þykir heldur þurr. Þá fjallaði hann um óhefðbundnar leiðir þýskra stjórnmálamanna til að ná til kjósenda en kosið verður í landinu undir lok febrúar.
Geirfuglsegg verður boðið upp hjá Sotheby´s í London á morgun. Af því tilefni kom Jóhann Ágúst Hansen, listmunasali í Gallerí Fold, í þáttinn og spjallaði um listmunauppboð, málverkamarkaðinn á Íslandi og fleira. Hann sagði meðal annars frá því að síðar í mánuðinum verða á uppboði hjá Fold eiginhandaráritanir fótboltakappanna Pele og Maradona og einnig tónlistarmannsins Michael Jackson.
Tónlist:
Brót so stillan bylgja blá - Skýrák - Brót so stillan bylgja blá,
Suzanne - Nina Simone,
Brown eyed handsome man - Nina Simone.
Frumflutt
3. des. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.