Morgunvaktin

303 jöklar á Íslandi

Rætt var Odd Sigurðsson, jarð- og jöklafræðing, sem á dögunum var sæmdur náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar frá Brattholti. Oddur talaði vítt og breitt um jöklana og landið og rannsóknir sínar í gegnum árin. Hann sagði jöklana í landinu vera 303, margir hefðu horfið á umliðnum árum en nýir orðið til með klofnun annarra.

Í Berlínarspjalli sagði Arthur Björgvin Bollason meðal annars frá ágreiningi innan þýsku ríkisstjórnarinnar, og ekki síst meðal Kristilegra demókrata um afstöðu ríkisins til framferðist Ísraelsmanna á Gaza.

Með nýrri tækni er óumflýjanlegt leggja af eldri farsímakerfi. Af því hefur áhyggjum verið lýst. Ólafur Magnússon, tæknistjóri Nova, fór yfir málið og ræddi um uppbyggingu fjarskiptakerfanna.

Tónlist:

Umboðsmenn drottins - Jakob Frímann Magnússon,

Kirkjuhvoll - Tríó Guðmundar Ingólfssonar,

September in the rain - Lester Young Tribute Band.

Frumflutt

23. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,