Við ræddum við Höllu Benediktsdóttur, umsjónarmann Jónshúss í Kaupmannahöfn, í upphafi þáttar. Leiðtogafundir fara nú fram þar í borg og mikill viðbúnaður.
Helstu sérfræðingar í ofanflóðavörnum koma saman á Ísafirði þessa dagana á ráðstefnu, SNOW2025, en hún er haldin þar til að minnast þess að þrjátíu ár eru liðin frá hinum mannskæðu snjóflóðum sem féllu á Súðavík og Flateyri. Við ræddum við Tómas Jóhannesson, ofanflóðasérfræðing hjá Veðurstofunni.
Hamas samtökin á Gaza hafa ekki enn svarað vopnahléstillögu Bandaríkjaforseta opinberlega, en tillagan var kynnt á mánudag. Hvað felst í þessum áformum og eru þær líklegar til árangurs? Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur kom til okkar.
Þórunn Reynisdóttir forstjóri Úrvals Útsýnar var síðasti gestur þáttarins. Tilefnið var þrot Play en Þórunn hefur starfað í ferðaþjónustu um árabil og man tímana tvenna.
Tónlist:
Kim Larsen og Kjukken - Pianomand.
Elísabet Erlingsdóttir, Jórunn Viðar - Kall sat undir kletti.
Thad Jones, Mel Lewis ofl. - Ahunk ahunk.
The Hollies - The air that I breathe.