Morgunvaktin

Mótmæli í Íran, dönsk málefni og það nýjasta af Palme

Mótmæli hafa breiðst út í Íran undanfarið, þar sem kallað er eftir efnahagslegum og pólitískum breytingum í landinu. Stjórnvöld segjast ætla gera breytingar, en hafa líka beitt hörku gagnvart mótmælendum. Yfir 1200 hafa verið handtekin og 36 hafa látist hið minnsta. Kjartan Orri Þórsson sérfræðingur fylgist vel með í Íran.

Borgþór Arngrímsson ræddi um dönsku málin. Umræðan um Grænland er auðvitað áberandi í Danmörku, en það er sitthvað fleira frétta.

Síðasti saksóknari yfir rannsókninni á morðinu á Olof Palme hefði ekki átt bendla látinn mann, svokallaðan Skandia-mann, við morðið, þegar rannsóknin var lögð niður sumarið 2020. Þetta sagði ríkissaksóknari Svíþjóðar, sem tilkynnti ákvörðun sína um taka rannsóknina á morði Palmes ekki upp nýju, skömmu fyrir jól. Athygli margra áhugamanna um Palme-morðið beinist enn öðrum manni. Vera Illugadóttir veit meira og sagði frá.

Tónlist:

Simon and Garfunkel - The boxer.

Count Basie and his Orchestra - Sweety cakes.

Radiojazzgruppen - Den korta fristen.

Frumflutt

7. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,