Morgunvaktin

Sameinuðu þjóðirnar, Úganda og neytendamál

Í október verða 80 ár frá stofnun Sameinuðu þjóðanna. Helen María Ólafsdóttir, starfsmaður Sameinuðu þjóðanna til átján ára, kom til okkar, við spjölluðum um gildi og gagnsemi samtakanna sem á sínum tíma voru stofnuð til viðhalda friði í heiminum.

Þórhildur Ólafsdóttir var á línunni frá Úganda. Hún sagði frá sýningu á heimildarmynd um kvennafrídaginn á Íslandi í háskóla þar ytra og frá óánægju með Afríka skuli sýnd mun minni en hún er á heimskortum.

Ríkisstjórnin boðar betri tíð fyrir fólkið í landinu með aukinni neytendavernd. Hvað ætli felist í því? Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, kom til okkar og velti því upp sem hann telur brýnast gert verði, neytendum til hagsbóta. Sömuleiðis var rætt um matvælaverð hér á landi og á Norðurlöndunum.

Tónlist:

Sigurður Ólafsson, Bjarni Böðvarsson, Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar - Stjörnunótt.

Carpenters - For all we know.

Silfurtónar - Töfrar.

Frumflutt

10. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,