Fjallað var um ríkisstjórnamyndun en síðustu daga hafa formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins setið að. Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við HA, fjallaði um stjórnarmyndanir út frá fræðunum; ýmislegt var lagt til grundvallar. Þá var stjórnarmyndunin 1980 rifjuð upp en þá myndaði Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, stjórn; Geir Hallgrímsson, formaður flokksins, var leiðtogi stjórnarandstöðunnar.
Endurbyggingu Notre Dame kirkjunnar í París er lokið eftir eldsvoðann 2019. Laufey Helgadóttir listfræðingur sem lengi hefur búið í París sagði frá kirkjunni og mikilvægi hennar.
Í spjalli um sígilda tónlist lék Magnús Lyngdal brot úr nokkrum verkum eftir Mozart. Karlakórinn Fóstbræður og Björgvin Halldórsson voru meðal flytjenda.
Tónlist:
Enginn veit - Sigrún Harðardóttir,
Ég bíð við bláan sæ - Anna Vilhjálms og Hljómsv. Magnúsar Ingimarssonar.
Comment te dire adieu - Françoise Hardy.
Frumflutt
6. des. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.