Morgunvaktin

Kaflaskil í mannkynssögunni

Sóley Kaldal, áhættustýringar- og öryggisverkfræðingur, ræddi um stöðu öryggis- og varnarmála. Hún sagði vendingar í alþjóðamálum síðustu daga og afdrifaríkar ákvarðanir forseta Bandaríkjanna hafa hoggið skarð í fælingarmátt NATO.

Arthur Björgvin Bollason sagði okkur tíðindi frá Þýskalandi. Kosið var í Hamborg um liðna helgi og allt annað sem brann á kjósendum þar heldur en í þingkosningunum. Við ræddum líka um listir og menningu í Þýskalandi.

Tónlist:

Stórsveit Reykjavíkur - Ása.

Sálgæslan - Hvernig sem fer.

Pascal Devoyon og Gary Hoffman - Pièce, op.39.

Frumflutt

4. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,