Morgunvaktin

Þingsetning, menning í Þýskalandi, einmanaleiki og einvera

Alþingi verður sett í dag. Þingsetningin verður hefðbundin; messa í dómkirkjunni klukkan hálf tvö og forseti Íslands setur svo löggjafarþingið. Til okkar komu í morgunkaffi þrír þingmenn sem kjörnir voru fyrsta sinni í kosningunum í nóvember, þau Arna Lára Jónsdóttir, Jón Pétur Zimsen og Halla Hrund Logadóttir.

Arthur Björgvin Bollason var svo á sínum stað með Berlínarspjall eftir Morgunfréttirnar. Hann fjallaði um menningu og listir í dag; um íslenska myndlist í þýsku höfuðborginni. Við heyrðum spjall hans við listakonuna Guðnýju Guðmundsdóttur. Svo sagði hann okkur frá umræðum í Þýskalandi um taka upp nýjan þjóðsöng.

Einmanaleiki fer vaxandi í samfélaginu, sumir hafa líkt honum við faraldur, en á sama tíma sækjast margir eftir einveru af jákvæðum ástæðum. Ingrid Kuhlman sálfræðingur ræddi við okkur um muninn á því vera einn og vera einmana.

Tónlist frá útsendingarlogg 2025-09-09

Ane Brun - Stormens øye.

Wolf Biermann - Die Kinderhymne.

Ane Brun - Ain't no cure for love.

Frumflutt

9. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,