Morgunvaktin

Staða Íslands, Ósvaldur Knudsen og Bach

Við héldum áfram umfjöllun um ástand mála í heiminum. Umræður um hefðbundin öryggis- og varnarmál jukust eftir innrás Rússa í Úkraínu fyrir þremur árum og aftur - með öðrum hætti - eftir yfirlýsingar og aðgerðir Trump Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum. Við fórum yfir ástand og horfur með Baldri Þórhallssyni, prófessor í stjórnmálafræði.

Við fjölluðum um tvo listamenn og verk þeirra. Fyrst Ósvald Knudsen og kvikmyndagerð hans; Gunnar Tómas Kristófersson hjá Kvikmyndasafninu sagði okkur frá honum, og svo Johann Sebastian Bach; Magnús Lyngdal fjallaði um Passíurnar hans sem hann kenndi við Matteus og Jóhannes.

Tónlist:

Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Vilhjálmur Vilhjálmsson - Ég fer í nótt.

Vilhjálmur Vilhjálmsson - Þú átt mig ein.

Vilhjálmur Vilhjálmsson - Jamaica.

Frumflutt

11. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,