Morgunvaktin

Atvinnumál, Berlínarspjall og vestnorræn samvinna

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífins, var fyrsti gestur þáttarins. Hún ræddi ástand og horfur í atvinnumálum. Hún fór hringinn í sumar og ræddi við atvinnurekendur um allt land, talaði um atvinnustefnu sem stjórnvöld hyggjast setja og svo var aðeins rætt um vaxtaákvörðun Seðlabankans á morgun.

Arthur Björgvin Bollason sagði frá viðbrögðum í Þýskalandi við fundum Trumps og Pútíns annars vegar og fundum Zelenskys og leiðtoga Evrópuríkja hins vegar. Svo ræddi hann um Njáluhátíðina sem verður haldin um helgina og áhuga Þjóðverja á Íslendingasögum.

Ársfundur Vestnorræna ráðsins fer fram á Grænlandi og Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar og formaður ráðsins, var á línunni frá Ilulissat.

Tónlist:

Johnny Nash - I can see clearly now.

Johnny Nash - Cupid.

Karlakór Reykjavíkur - Skarphéðinn í brennunni.

Pétur Á. Jónsson - Skarphéðinn í brennunni (Buldi við brestur).

Ólafur Þórarinsson - Kvöldsigling.

Frumflutt

19. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,