Morgunvaktin

Gleymdu stríðin, Hornfirðingar og gömul hús

Bogi Ágústsson ræddi um stríð, - sem stundum eru kölluð gleymdu stríðin, þau í Kongó og Súdan. Stefán Jón Hafstein ræddi þau við Boga.

Hornfirðingar búa sig undir taka á móti góðum gestum eftir tæpar tvær vikur; það er von á forsetahjónunum í opinbera heimsókn. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn hjónanna innanlands. Við slógum á þráðinn til Eyrúnar Fríðu Árnadóttur, formanns bæjarráðs Hornafjarðar, og forvitnuðumst um undirbúning og fleira.

Í síðasta hluta þáttarins ræddum við um byggingararf og mikilvægi þess vernda og varðveita menninguna sem felst í honum. Hvernig stöndum við okkur í því varðveita og gera upp gömul hús? María Gísladóttir arkitekt og Sólrún Inga Traustadóttir fornleifafræðingur starfa hjá Minjastofnun og spjölluðu við okkur.

Tónlist:

Dubliners - Whiskey in the jar.

Pops Mohamed - Nigeria.

Frumflutt

27. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,