Við fjölluðum um borgarstefnu. Hvað er nú það, kann einhver að spyrja. Jú, það er stefna sem miðar að því að þróa og efla annars vegar Reykjavík sem höfuðborg landsins og hins vegar Akureyri sem svæðisborg. Alþingi hefur tillögu um borgarstefnu til meðferðar.
Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði, skýrði áform stjórnvalda um að innleiða og framkvæmda borgarstefnu.
Þórhildur Ólafsdóttir sagði okkur frá lífinu í Úganda. Þar rigndi hressilega í nótt; rigning í Úganda er mjög ólík rigningu á Íslandi. Þórhildur sagði líka frá skólagjöldum í Úganda, sem eru að sliga margar fjölskyldur, og frá íþróttadegi Norðurlandanna.
Frá Úganda fórum við til Japan en japanskur dómstóll hefur skipað Sameiningarkirkjunni, eða svokölluðum moonistum, að leysa sig upp, fyrir margvísleg brot á japönskum lögum um trúfélög. Sameiningarkirkjan hefur verið í eldlínunni í Japan síðan Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, var ráðinn af dögum í júlí 2022 - en morðingi Abes var rekinn áfram af hatri á Sameiningarkirkjunni og tengslum Abes og fleiri áhrifamikla japanska stjórnmálamanna við hana. Vera Illugadóttir sagði frá.
Tónlist:
Arctic Philharmonic og Eldbjørg Hemsing - A hidden life.
Louis Armstrong og Ella Fitzgerald - Dream a little dream of me.
Hljómsveit Ingimars Eydal - Spánardraumar.