Morgunvaktin

Geðheilbrigðisáhrifavaldar, jarðhiti í Kína og íslensk mannfjöldaspá

Í fyrsta hluta þáttarins voru leikin þrjú lög af fyrstu plötu Spilverks þjóðanna en hún kom út haustið 1975.

Í pistli á akureyri.net á alþjóða geðheilbrigðisdaginn 10. október fjallað Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir m.a. um geðheilsuáhrifavalda. Þann flokk fylla meðal annars stjórnmálamenn, fjölmiðlafólk og kennarar. Þessar hópa geta haft mikil áhrif á geðheilsu almennings með orðum og aðgerðum.

Björn Malmquist sagði frá því sem er efst á baugi í stjórnmálum í Evrópu næstu daga, forgangslista íslenskra stjórnvalda í hagsmunagæslu gagnvart Evrópusambandinu og ræddi við Hauk Harðarson hjá Arctic Green Energy í Kína en þeir hittust í Beijing á dögunum, Björn fylgdi Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í heimsókn til Kína.

mannfjöldaspá Hagstofunnar var nýlega gefin út. Samkvæmt henni verði íbúar Íslands 500 þúsund eftir tíu til tuttugu ár. Anton Örn Karlsson, deildarstjóri hjá Hagstofunni, fór yfir helstu atriði spárinnar og þær forsendur sem liggja baki.

Tónlist:

Icelandic cowboy - Spilverk þjóðanna,

Of my life - Spilverk þjóðanna,

Going home - Spilverk þjóðanna,

Don't worry be happy - Bobby McFerrin,

I'm gonna be (500 miles) - Proclaimers.

Frumflutt

20. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,