Morgunvaktin

Einhverfa notuð í pólitískum tilgangi

Yfirlýsingar ráðamanna í Bandaríkjunum um meint tengsl einhverfu og verkjalyfjanotkunar voru til umfjöllunar í þættinum. Ásdís Bergþórsdóttir, sálfræðingur og einhverfusérfræðingur, ræddi um rannsóknir og líka afleiðingar af ósönnum fullyrðingum í þessum efnum.

Þórhildur Ólafsdóttir sagði okkur frá kosningum í Úganda, og fór líka yfir það sem hún hefur lært um Úgandabúa og einkenni þjóðarsálarinnar.

Vísindavefurinn, það mikla þarfaþing, fagnar aldarfjórðungsafmæli með málþingi um gervigreind og vísindamiðlun. Ýmsum álitamálum verður velt upp og meðal annars spurt hvort tæknin muni leysa háskóla af hólmi. Við röbbuðum um þetta vítt og breitt við Sigrúnu Helgu Lund prófessor og Jón Gunnar Þorsteinsson ritstjóra.

Tónlist:

Mezzoforte - Cruising.

Borges - Cravo e canela.

Mezzoforte - Nightfall.

Frumflutt

24. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,