Morgunvaktin

Byggðahalli, Berlín og Play

Fjallað var um byggðaþróun, byggðastefnu og byggðahalla í þættinum í dag. Eins og kunnugt er býr meirihluti landsmanna á höfuðborgarsvæðinu, og á svæðinu sem kennt er við Hvítárnar tvær búa á milli 80 og 90 prósent þjóðarinnar. Við tölum við Hjálmar Boga Hafliðason, forseta sveitarstjórnar Norðurþings.

Arthúr Björgvin Bollason fjallaði meðal annars um mótmælagöngur og fundi í Berlín í spjalli sínu frá borginni. Hann sagði líka frá fjölda sprengja sem enn eru finnast í borginni frá síðari heimstyrjöldinni, og um deilur um pylsur.

Play hefur lokið leik. Starfseminni var hætt í gær og félagið verður líklega úrskurðað gjaldþrota í dag. Play glímdi við rekstrarerfiðleika svo segja frá fyrsta degi; tap var viðvarandi og hlutafjáraukningar og lántökur dugðu ekki til. Snorri Jakobsson fjármálagreinandi ræddi um fjárhagshlið málsins og rekstraraðstæður flugfélaga.

Tónlist:

Savanna tríóið - Jarðarfarardagur.

Marína Ósk - Einsemd.

Anna Sóley - Let Me Sleep.

Frumflutt

30. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,