Morgunvaktin

Alþjóðamál, gallaföt og blásturshljóðfæri

Vikan sem er líða hefur verið tíðindarík í alþjóðapólitík, og á um það bil viku hefur orðið algjör viðsnúningur í stefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, var fyrsti gestur þáttarins í dag. Hún er nýkomin af fundum þingmanna innan Atlantshafsbandalagsins og í dag sinnir hún fyrstu verkum sínum sem sérstakur erindreki barna í Úkraínu.

Við slógum á léttari strengi á níunda tímanum, og þó. Klæðnaður alþingismanna er auðvitað ekkert gamanmál en gallabuxur Jóns Gnarr rötuðu í fréttir í vikunni. Við notuðum tilefnið og fjöllum um gallabuxur; flíkina sem er örugglega til á flestum heimilum en fólk greinir á um hvort viðeigandi klæðast við tiltekin tilefni. Gunni Hilmarsson, fatahönnuður og -kaupmaður, var hjá okkur.

Eiginlegir strengir voru svo stroknir þegar Magnús Lyngdal fjallaði um sígilda tónlist. þessu sinni voru strengirnir reyndar í aukahlutverki; blásturshljóðfæri áttu sviðið í dag.

Frumflutt

21. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,