Morgunvaktin

Mikil óvissa á vinnumarkaði vegna Grindavíkur

Niðurskurður samkeppnissjóða Vísinda- og tækniráðs nemur rúmum milljarði á árinu, samkvæmt fjárlögum. Vísindafólk hefur mótmælt þessu og jafnvel talað um þetta jafngildi hópuppsögn á ungum vísindamönnum því færri fái tækifæri til stunda rannsóknir. Erna Magnúsdóttir dósent og Eiríkur Steingrímsson prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands ræddu þetta.

Kjósa þarf milli tveggja efstu frambjóðenda til forseta í Finnlandi, en fyrri lotu kosninga lauk í gær án þess einn frambjóðandi fengi afgerandi kosningu. Helga Hilmisdóttir rannsóknardósent hjá Árnastofnun fór yfir finnsku forsetakosningarnar með okkur.

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, var gestur okkar í síðasta hluta þáttarins. Við forvitnuðumst um stöðu atvinnuleysis í fyrra og útlitið fyrir þetta ár, og töluðum líka um stöðu Grindvíkinga.

Umsjón: Þórunn Elísabet Bogadóttir og Eyrún Magnúsdóttir.

Tónlist:

Mitchell, Joni - Carey.

Asa Trio - Cold Feet.

Sigríður Thorlacius - Svefnljóð (Ef sofnað ég get ekki síðkvöldum á).

Stewart, Dave, Jagger, Mick - Old habits die hard.

Frumflutt

29. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,