Morgunvaktin

Kílómetragjald, Berlínarspjall og Norðurslóðir

Stefnt er á nýtt fyrirkomulag gjaldheimtu af bílum taki gildi um áramót. Nýja kerfinu er ætlað mæta minnkandi tekjum ríkissjóðs af núverandi kerfi - ríkið leggur dágóða summu ofan á bensínverðið en með fleiri rafmagnsbílum missir ríkissjóður spón úr þeim aski. Runólfur Ólafsson hjá FÍB fór yfir málið með okkur.

Í Berlínarspjalli fór Arthúr Björgvin Bollason yfir umræður um Angelu Merkel, fyrrverandi kanslara Þýskalands, en það vakti athygli hún þekktist á dögunum heimboð Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Arthúr Björgvin sagði líka frá könnun á ánægju Þjóðverja með borgir og fylki, og umfjöllun um Njálu í þýsku stórblaði.

Norðurslóðir standa á krossgötum. Vaxandi áhrif loftslagsbreytinga, aukin spenna á alþjóðavettvangi og félagslegar umbreytingar valda þessu. Við ræddum um Norðurslóðir þegar Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir, doktorsnemsi og verkefnastjóri hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, kom til okkar. Hún ræddi líka um stöðu Kína og samskiptin við Rússland.

Tónlist:

Cliff Richard - Summer holiday.

Cliff Richard - We don't talk anymore.

Marlene Dietich - Einen Koffer in Berlin.

Sigurður Flosason, Legardh, Cathrine - Skovens vidner.

Frumflutt

14. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,