Morgunvaktin

Stýrivextir og efnahagsmál, dönsk málefni og Katrín Pálsdóttir

Í nýútkominni hagspá til næstu tveggja ára spáir hagfræðideild Landsbankans litlum hagvexti í ár og næstu ár: háir vextir halda aftur af umsvifum í hagkerfinu. Verðbólgan verður þrálát og vextir taka fyrst lækka í haust. Í dag var einmitt vaxtaákvörðunardagur, Una Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, var gestur okkar.

Borgþór Arngrímsson talaði um jafn ólík mál og danska herinn og fæðingarorlof og leikskóla í Danmörku, í spjalli um dönsk málefni.

Við rifjuðum upp sögu Katrínar Pálsdóttur, sem var bæjarfulltrúi í Reykjavík á fyrri hluta síðustu aldar og mikil baráttukona fyrir réttindum mæðra og kvenna. Sigurrós Þorgrímsdóttir, barnabarn Katrínar og fyrrverandi bæjarfulltrúi og alþingismaður, hefur skrifað bók um baráttusögu Katrínar og hún sagði okkur frá sögu ömmu sinnar.

Tónlist:

Getz, Stan og Byrd, Charlie - One note samba.

Hoff, Karl Otto, Børsum, Ivar, Ringstad, Øistein, Bergheim, Kristian - Lady be good.

Wilke, Birthie og Winckler, Gustav - Skibet skal sejle i nat.

Jones, Norah, Staples, Mavis - I'll Be Gone.

Frumflutt

8. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,