Morgunvaktin

Heimsglugginn, félagsleg samvera og Tækniskólinn

Í áratugi hefur ríkið Haítí í Karabíska hafinu glímt við mikil vandræði, sem hafa magnast vegna ofbeldis, náttúruhamfara og afskipta annarra ríkja, meðal annars. Löng og sorglega saga Haití var til umfjöllunar þegar Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Við ræddum líka um öryggismál á Norðurlöndunum eftir inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið og um nýjustu vandræði breskra stjórnvalda.

Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði var svo gestur Morgunvaktarinnar eftir fréttirnar klukkan átta. Honum hafa lengi verið hugleikin félagsleg samskipti, félagsleg samvist, og ræddi um mikilvægi hennar.

Í síðasta hluta þáttarins komu tveir nemendur í Véltækni- og Skipstjórnarskóla Tækniskólans, þær Herdís Ósk Andrésdóttir og Tara Ósk Markúsdóttir. Þær eru tvær þeirra stelpna sem stunda þar nám, stelpur eru í minnihluta þar en við forvitnuðumst um stöðu stelpna í Tækniskólanum og um námið almennt, auk þess sem þær sögðu okkur frá Skrúfudeginum sem haldinn verður í sextugasta sinn á laugardag.

Tónlist:

Mikael Máni Ásmundsson - Tvær stjörnur.

Mikael Máni Ásmundsson - Gratitude.

Hilmar Jensson - Undo.

Frumflutt

14. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,